Bikiniáskorun!! 15 dagur af 70:)

Já þá er komið að því....nú þarf ég að taka á honum stóra mínum, næstu 6 vikurnar ætla ég að rækta mig sem aldrei fyrr því að ég skráði mig í bikiniáskorun Hreyfingar. Undir öðrum kringumstæðum væri ég jafnvel pínulítið smeyk við þetta en núna hlakka ég bara til því að krafturinn og orkar er sem aldrei fyrr. Ég hef svo sem skellt mér í átak eða tvö einhverntímann á síðustu öld en þá fór ég og spriklaði og hamaðist en sá reyndar aldrei neinn árangur, en núna er öldin önnur og þar sem ég er búin að vera í hollustunni í 2 vikur og veit hvað kroppnum líður vel þá flokkast þetta bara undir...Eg vil ég get ég skal!!! Áður var ekki mikil hugsun um að breyta mataræðinu samfara æfingum en ég þekki svo mörg dæmi þess að fólk er að hamast í ræktinni en fer svo heim og skellir í sig einum borgara og kók...og svo er sturtað í sig nokkrum lítrum að bjór á helgum! jújú fólk er kannski í "fínu formi" en gengur illa að grennast og skilur bara ekkert í því, auðvitað er þarna svakalega stórt samasem merki á milli hreyfingarinnar og mataræðis. Ég ætla sumsé að taka þetta mjög alvarlega og gera mitt besta til að vera bikinihæf í sumar (já Andrea mín ég skal kaupa mér ný bikini fyrir næstu myndatöku)
Mér líður svo vel og þar er bara að þakka hollu mataræði,bætiefnum og hreyfingu, ég byrjuð að vera voða dugleg líka að gera heimaæfingarnar hennar Önnu Eiríks og ég finn hvernig ég styrkist með hverjum deginum, ég sé jafnvel fram á vöðvabólgu lausa daga í nánust framtíð:-)

Eigið yndislegan dag...ég er farin út í sólina:)
kv Ásta Svavars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að liggja á ströndinni með þér í nýja bikiníinu elskan í Ameríkunni okkar. Maður verður kannksi bara feimin að vera með ofurkroppnum Ástu.

Gangi þér vel ég er að reyna eins og rjúpa við staurinn en ég næ ekki að komast í mín bikiní í sumar svo það verða keypt ný.

Lotta (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 15:43

2 identicon

Yesss nú líst mér á mína,.,það er allt að gerast hjá þér,.:) stendur þig vel mín kæra :)

þórhildur (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 20:57

3 identicon

Glæsilegt hjá þér Ásta mín , hlakka til að vera með þér á Bikini  í USA , spurning að fara skoða Bikini líka ;) Gangi þér vel ;)

Sæunn (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 21:40

4 identicon

Gaman, gangi þér vel Ásta mín,

Kveðja Hanna Rún

Hanna (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 15:30

5 identicon

Duglega mín :)

Vala (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 15:59

6 identicon

Go Go Girl, líst mér á þetta, sérstaklega þetta með "Ég vil, ég get, ég skal"

Ég er viss um að þú rúllar þessu upp, gangi þér sem allra allra best.

Bíkiníkveðja

Ingunn

Ingunn Mjöll Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 01:34

7 identicon

hahaha dúllan mín þú stendur þig svo vel .. ég er hrikalega stollt af þér. og verð alveg súper ánægð með nýju bikiní kaupin.. vildi að ég gæti samt  valið þau með þér, það er bara þannig :)

love you honey

Andrea Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband