Allt að gerast!

Já mér finnst það alveg dásamlegt að þá þegar er farið um eitt og hálft kíló og það eina sem ég hef gert er að borða ofurhollan mat....það er næstum því svindl...það er kannski ekki alveg sannleikur því að ég skottaðist 2 sinnum í ræktina og skellti mér aðeins á hlaupabrettið:-)
Sakna ég einhvers? NEI!!
Eins og ég hef sagt þá hef ég kannski ekki beinlínis verið í óhollustunni en tilhugsunin um hvað kroppnum líður vel fyllir mig vellíðan.
Við hjónin eignuðumst okkar fjórða barn fyrir rúmum 3 árum og mig langaði að vera aðeins heima með litla grjóninu svo að ég gerðist dagmóðir og í haust eru komin 3 ár síðan það var. Þegar maður er svona heima þá er óneitanlega mikið handhægara að ná sér í ofurlítinn aukabita og svo þarf ég auðvitað alltaf að smakka matinn aðeins til o.s.frv......baggarnir eru ekki lengi að hlaðast utan á mann og plús það að hreyfing er í lágmarki, við erum jú það sem við borðum og þó að ég viti uppá mig sökina með hreyfingarleysið þá hrökk hugsunin ein skammt.
Mín helsta ósk er að sjálfsögðu að það kvikni óstjórnleg löngun til að gera þetta að lífsstíl...svo að ég vitni aðeins í Þorbjörgu (bls 75 í 10 árum yngri á 10 vikum) þar segir hún að það liggi við að hún öfundi fólk sem á þá upplifun eftir að finna sig í líkamsræktinni. Ég vil verða þar...að vakna fersk og fara út að hlaupa, tilhugsunin ein er dásamleg og þar sem ég bý á besta stað í bænum með sitthvorn dalinn sitthvorumegin við húsið þá ættu nú að vera hæg heimatökin, já og svona í lokin þá ætla ég að leyfa mér að taka þá fleygu setningu í munn....minn tími mun koma:)

Eigið hollan og góðan dag.
Ásta Svavars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband