4 vika runnin upp!

Þá er 4 vika runnin upp og í þessari vku ætla ég að finna út hvaða líkamsrækt hentar mér best.

Ég er búin að fara í 3 tíma í bikini ákoruninni og ég verð bara að segja að það finnst mér alveg einstaklega óspennandi, brennslu tímar með lóðum og spinning. Í bókinni hennar Þorbjargar talar hún um að við skiptumst í 3 týpur, þ.e. öra týpan, hæga týpan og jójó týpan...vandamálið er að mér finnst ég tilheyra öllum grúbbum að einhverju leiti svo að ég verð að halda áfram að finna hvað mér hentar best.Mér finnst reyndar rosalega gott að fara á hlaupabrettið og stigvélarnar (þessar með sjónvarpsskjá fyrir framan mig) því þar get ég bæði horft á eitthvað til að stytta mér stundir og verið með mína eigin tónlist ...voila áður en ég veit af er ég búin að hlaupa/labba í klukkutíma, en það er auðvitað ekki nóg ég verð að taka á líka svo að ég ætla að sjá hvað gerist með þessa bikiní tíma mína. Ég á líka eftir að prófa jóga tíma, pilates og fleira svo er Zumba líka alveg frábært.

Ég borða hollan mat, vítamín og bætiefni sem aldrei fyrr en svindlaði samt ofurlítið á kroppnum um helgina.. fékk mér smá kartöflur og hvítt hveiti en kroppurinn er búinn að fyrirgefa mér og við höldum ótrauð áfram, vigtin fer rólega niður á við og mér líður rosalega vel á líkama og sál.

eigið hollan og góðan dag.

kv Ásta Svavars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fyrsta sem ég sé þegar ég kíki á mbl.is er að Ásta svindlar smá og svo mynd af þér.. Bara gaman að þessu. Gangi þér vel í átakinu. Bestu kveðjur Erna Ingibergs

Erna Ingibergs (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 08:43

2 identicon

Nei... sé ég ekki bara mynd af minni konu í blöðunum ;o) flott átak hjá þér Ásta mín - það verður gaman að fylgjast með þér....... knús Kata.

Katrín Melstað (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 08:54

3 identicon

Nú skil ég hollusturéttinn á spilakvöldinu ;-) Gangi þér vel í átakinu. Kveðja, Hafrún nágranni

Hafrún Huld (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 09:07

4 identicon

Þú stendur þig rosa vel.Ég var nú með þér í tveimur veilsum um helgina þar sem þú smakkaðir bara ávexti. Geri aðrir betur. Knús Lotta.

Lotta (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 10:23

5 identicon

Gangi þér vel í átakinu.  Mig lagar að benda þér á stafgöngu það er einn valkostur í hreyfingu. Ef þú vilt vera útivið... ég tala nú ekki um að vera með skemmtilegu fólki.

Guðný Aradóttir (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 14:58

6 identicon

dugleg ertu dúllan mín.. alveg ótrúlegt að þessi grís sem þú ert náir að halda svona beinu brautinni í mataræðinu .. alveg dáist ég að því.

 alveg frábært hjá þér stendur þig svo vel :)

knús og gangi þér vel í framhaldinu ... .he he ég veit þú gerir það .. tekur þetta með trompi eins og allt annað sem þú gerir elskuleg..

kveðja Andrea

Andrea (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband