Í sól og sumaryl:)

Já yndislegt þegar sólin er farin að skína svona huggulega á okkur, einhvernveginn er allt í meiri ljóma þegar sólin skín og fuglarnir syngja og það gerir það líka að verkum að mataræðið breytist og verður léttara. Meira af ávöxtum, salati og köldum léttum réttum...ekki færi ég t.d að skella í þungann og flottan pottrétt eða ljúfa brauðsúpu (sem n.b er ekki á matseðlinum hvort eð er hjá mér á meðan þessum 10 vikum stendur) en ég er með yndisleg 5 kríli sem eru ekki alveg á sama fæði og ég en ég hef alveg hætt að nota hvít grjón, hvítt pasta og fleira fyrir litlun mín svo að það eru allir ánægðir:)

Það gengur samt ekki alveg að koma fjölskyldunni minn í sama farveg og minn því að íhaldsemin er of sterk..en að sjálfsögðu ef ég hef eldað stóra máltíð fyrir mig þá verða allir að borða líka en þegar ég býð fólkinu mínu grænbrúnan shake í morgun sárið þá fæ ég lítil viðbrögð.

Í síðustu viku fórum við aðeins inná við með hugleiðslu, "réttum" hugsunum, losa okkur við slæmar hugsanir og finna okkar innri ró. Ég er reyndar þessi félagslynda týpa, því fleiri þvi betra og ég hef bara held ég aldrei haft þörf fyrir að vera ein með sjálfri mér (já já of leiðinleg til að vera ein með sjálfri mér hehe) ....svo að ég notaði tímann á hlaupabrettinu til að kafa aðeins í hugsanir mínar og hugsa minn gang. Ég þykist reyndar líka ekki vera stressuð manneskja en axlirnar sögðu annað áður en ég byrjaði á þessum 10 vikum og ég hef ekki fundið fyrir höfuðverk né verkjum í öxlum í margar vikur. Sjálfsagt eru nokkrir hlutir sem spila þar inní en þar sem ég hef ekkert breytt mínu lífi þá er þetta að sjálfögðu hreyfing og rétt mataræði sem ég get þakkað fyrir það. Svo hef hin góðu svefngen pabba míns og hef aldei átt erfitt með að sofna, ég leggst niður og ég sofna og ef ég er ekki sofnuð eftir 5 mín þá fer ég að hafa áhyggjur af svefnleysi....lengra nær það svo sem ekkiSmile

Í þessari viku ætlum við virkilega að hugsa um hvaða bætiefni og matur gera okkur að því sem við erum og stuðla að betra, lengra og heibrigðara lífi, og það er eitthvað sem er svo sannarlega vert að spá verulega vel í.

Næst þegar ég skelli inn pistli hérna þá verð ég stödd í húsmæðraorlofsferð með 3 yndislegum vinkonum mínum. Við ætlum sumsé til USA að flatmaga, versla og hafa það yndislegt í 2 vikur. Svo er bara að sjá hvaða hollustu er boðið uppá í Chicago - þeirri æðislegu borg-

Þar til næst frá Chicago, hafið það gott og hollt.

kv Ásta Svavars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo stolt af þér fallega vinkona. Hlakka til að vera í hollustunni með þér í Chicago.

Knús og kiss Lotta.

Lotta (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 23:35

2 identicon

Ásta mín þú ert bara of skemmtileg til að fá að njóta þess bara ein með sjálfri þér :)

Þú ert aldeilis búin að standa þig vel og ótrúlegt hvað þú stenst freistíngarnar í öllum þessum veislum sem við erum búnar að vera í síðan þú byrjaðir.

Knús knús Erna

Erna (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband