22.7.2011 | 10:39
Lokamyndatakan:)
Það er eiginlega alveg undarlegt hvað maður getur látið hluti fara með sig, ein myndartaka!! hvað er það? en jú það er nefnilega heilmikið mál að fara í svona myndatöku, þ.e. á bikiní, ég tók kannski ekki alveg svitakastið á það en kvíðahnúturinn var til staðar. Marta María hóaði í okkur og okkur var boðið í Selenu þar sem okkur voru gefin glæsileg AUDELLE bikini, takk æðislega fyrir það. Ég fékk mér fjólublá glansandi...þau eru æði:) Eftir það fórum við upp í Moggahús og þar í förðun hjá Mac dömu (takk kærlega fyrir það). En það kom babb í bátinn þegar ég mætti inn til Golla...ég er nefnilega nýkomin að utan þar sem ég var í öðru bikiníi og þessi tvenn bikini áttu engan veginn saman. Ég var sumsé með hvítar rendur allstaðar meðfram nýja bikiníinu þar sem stærðirnar fóru á mis svo að ég gat því miður ekki látið mynda mig í nýja bikiniinu sem er algjör synd því ég hefði sko viljað skarta því og svo virðist ég hafa verið aðeins of gráðug því að buxurnar eru eiginlega einu númeri of stórar. Jæja þá var ekkert annað að gera en skella mér í gömlu bikiniin og skella voninni í myndavélina hjá Golla... Golli kann sitt fag og þá er bara að vona að maður líti almennilega út á nýrri myndunum. Ég hef misst hátt í 8 kíló á þessari ferð og ég ætla að gera betur, ég fór auðvitað í þetta með þau markmið að missa einhver kíló og líða vel á líkama og sál.......það tókst svo sannarlega svo að í dag er fyrst dagurinn í restinni af ævinni minni og það sér enginn um kroppinn minn nema ég og ég ætla að hugsa vel um hann og bókin hennar Þorbjargar mun verða áfram á náttborðinu mínu um ókomin ár:)
Við klárum þetta formlega í næstu viku svo að þá kemur eitt ofurlítið blogg í viðbót.
Eigið holla og góða helgi.
kv Ásta Svavars.
Við klárum þetta formlega í næstu viku svo að þá kemur eitt ofurlítið blogg í viðbót.
Eigið holla og góða helgi.
kv Ásta Svavars.
Athugasemdir
Þú ert glæsileg í "gamla " nýja bikiníinu svo það hefur ekki komið að sök. Hlakka til að sjá myndirnar af þér. Þú ert búin að standa þig svo rosa vel í prógraminu. Stolt af þér elskan.
Knús Lotta.
Lotta (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 12:50
Bíð spennt eftir myndum, þú ert örugglega rosalega flott á þeim með þínni frábæru útgeislun :)
Ingunn
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 13:04
stóðst þig svo vel elskan .. til hamingju með þetta allt saman, flottann árangur og mikinn dug .. knús á þig og til hamingju enn og aftur. Andrea
Andrea (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.