Lokablogg frá Chicago:)

Þá er þessum 10 vikum lokið og ég sit hérna á hóteli í Chicago borg í örugglega 100 % raka og um 30 stiga hita....yndislegt:)

það er ekkert mál að lifa hollustu lífi í stórborg og vera á hóteli, jújú ég er svosem búin að fá mér ostafranskar og bjór en að flestu leiti hef ég haldið mig við hollan mat, mikla vatnsdrykkju og vítaminin mín.  Við erum búnar að ganga mikið og dansa og ég lít á það sem mína líkamsrækt þar sem við höfum ekki aðgang að stöð.  Við stöllur fórum meira að segja út að jogga en ég get ekki mælt með því að gera það í 30+ stiga hita og miklum raka.  Hérna eru djúsbarir út um allt og ferskir smoothies og hérna fæ ég mér stóra dollu af blönduðum ferskum ávöxtum bara út í Walgreens. Við erum hérna á 3 hæð á hóteli og ekki hvarflar að mér að taka lyftuna.

Þegar ég horfi til baka þá eru þessar 10 vikur búnar að vera ótrúlega fljótar að líða og mér er búið að liða alveg stórkostlega vel, já ég ætla að halda áfram að lifa hollustu lífi og taka af mér síðustu 5 sem eftir sitja. 

Ég lít á það sem algjöra himnasendingu að hafa séð auglýsingu Þorbjargar á mbl.is því að annars hefði líf mitt tekið þessa rosalega u beygju. 

Svo fá allir sem hafa stutt mig og verið góð að gefa okkur allar þessar gjafir alveg yndisþakkir fyrir.

Það sem eftir situr er vellíðan, orka sem aldrei fyrr og auðvitað segir vigtin mér mikið huggulegri tölu en áður fyrr þó að ég geti nú ekki sagt nákvæma tölu þar sem ég hef ekki stigið á vigt síðan ég kom hingað út.

Takk kærlega fyrir lesturinn þið sem hafið lesið pistlana mína.

kv frá Chicago

Ásta Svavars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert búin að standa þig svo vel elskan og þér að þakka er ekkert óhollu sukk á okkur hér í Chicago.Hlakka til að sjá mynd af þér í nýja bikiníinu:)

Knús Lotta.

Lotta (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 15:16

2 identicon

búin að standa þig eins og hetja Ásta mín . enda ekki að því að spyrja,. gangi þér rosalega vel með restina, hlakka til að sjá samanburðar myndirnar (í nýja bikiníinu.)

megir þú vinna keppni þessa ;)

knús og kiss Andrea

Andrea (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 00:40

3 identicon

Ásta mín , þú ert rosalega dugleg og ég dáist af þér hvað þú lést ekkert stoppa þig í þessu átaki og ég veit að þú munt halda áfram , já ég verð að segja að það er erfitt að hlaupa í svona miklum hita og raka , vegna við hérna á Íslandi erum ekki vön því ;) Hlakka til að sjá samanburðin hjá þér á blaði ,;)

Knús dúllan mín , þín vinkona Sæa

Sæa Chicago (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 13:08

4 identicon

Hæ dúllan mín.

Ég er orðin spennt að sjá myndirnar frá því á þriðjudaginn. Vona að þú vinnir elskan ert búin að standa þig svo vel.

Knús og kiss Lotta.

Lotta (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband