11.6.2011 | 23:37
Síðasta vika.
Já síðasta vika var mjög spennandi á margan hátt:)
Á miðvikudeginum fór ég í Líkamsmótun þar sem ég var pressuð,sogin og straujuð fram og til baka, það var alveg dámsamlegt þrátt fyrir að vera smá vont á "slæmum" svæðum og núna þegar ég skrifa þetta er ég búin að fara í 2 tíma og veit ekki einu sinni hvort það sé raunhæft en ég held svei mér þá að ég sjái mun á lærunum. Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig fer í framhaldinu. Hlakka óskaplega til að fara í fleiri tíma.
Svo drakk ég sumsé drykkinn ógurlega á fimmtudagsmorgni og óboj sá reyndist aldeilis hreinsandi, Ég átti pínu erfitt með að kyngja þessum volga olíublandaða vökva en það hafðist. Ég ráðlegg fólki að fara ekki í vinnu sama dag og það innbyrgðir eitthvað slíkt og svo er líka gott ráð að vera búin að fjárfesta í mjúkum pappír með fyrirvara (þessi vélritunarpappír sem ég átti var ekki góður!) Með þessu drakk ég safana góðu frá Manni lifandi og hreinsiþeyting úr bókinni hennar Þorbjargar bls 178. Allt rann þetta ljúflega niður og mér leið stórvel þrátt fyrir að setan næði varla að kólna á milli notkunar:) Á föstudeginum fór ég til Vestmannaeyja til að sjá restina af pæjumóti sem dóttir mín var á og ég bara skellti djúsunum og þeytingnum í kælibrúsa og tók með mér en játa auðvitað að það var voða gott að fá fasta fæðu í magann á laugardagsmorgninum. Ég held að 3 dagar séu alveg í það mesta en ég verð betur undirbúin í næstu viku þegar ég tek aðra 3 detox daga.
Ég er dálítið hvatvís og fljótfær manneskja og ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef sagt við sjálfa mig..ó mæ god hvað er ég nú búin að koma mér út í! svo þegar ég var valin í þennan hóp þá kom þessi hugsun upp í mér, ég vissi ekki alveg um hvað þetta snérist annað en í þessu fælist "út með slæma og inn með góða" En rosalega er ég glöð að hafa gert það og ég get ekki sagt ykkur hversu rosalegan mun ég finn á líkamanum, og ég er ekki bara að tala um þyngdartap heldur líka í maganum...mér líður svo vel í maganum, átti mjög gjarnan til að fá skyndilega ristilkrampa, þyngsli, uppþembu og fleira en þessir kvillar eru farnir og ég er svo dásamlega glöð með það. Húðin er líka eitt, hún var farin að þorna aðeins og ég bara tengdi það við aldur en nei það er greinilega mataræðið sem stjórnar því líka. Ég veit auðvitað að við nærum frumurnar innanfrá, það er ekki nóg að nota vel af bjútíkremum útvortis ef inntakan er ekki góð og réttar olíur eru klárlega málið.
Staðreyndin er mjög einföld...við erum það sem við borðum og það er engin spurning hjá mér, þessi breyting er til frambúðar...hvernig gæti hún ekki verið það þegar ég hef verið báðum megin vogarskálarinnar og holla hliðin sigrar með yfirburðum.
Eigið gleðilega og holla hvítasunnuhelgi:)
kv Ásta Svavars.
Athugasemdir
Glæsilegur árangur komin hjá þér þú ert flottust elskan:)
Knús og kiss.
lotta (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 11:49
Stendur þig svo vel Ásta mín.. og það er mikill sjáanlegur munur á þér eftir þessar vikur sem þú hefur verið í prógramminu, þetta er rosalega flottur árangur,,þó ég geti nú ekki sagt að ég hafi öfundað þig, þegar við vorum í saumó, og þú á detoxinu .. enn þetta er bara hlutur sem þú getur gert kjarnakona ... hlakka til að sjá áframhaldið ..knús og baráttukveðjur elskan.
Andrea Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.