8.6.2011 | 14:27
Rúmlega hálfnaðar:-)
Já mér finnst ótrúlegt að við séum rúmlega hálfnaðar með þetta prógramm og í dag byrjum við á 3ja daga safakúr (detox) Maður lifandi ætlar að gefa okkur safa x4 á hverjum degi þessa 3 daga og svo verður annað eins í næstu viku. Þau í manni lifandi eru búin að vera ótrúlega góð við okkur enda frábært fólk þar og yndislegur matur og drykkir, ég smakkaði fyrsta skammtinn í dag og vá hvað þeir voru góðir:)
Í morgun áttum við að byrja á hreinsunar-sjokki sem samanstendur af volgu vatni, epsom salti, ólivuolíu og sítrónusafa. Ég var ekki búin að verða mér út um epsom saltið svo að ég byrja þessa hreinsun á morgun.....á að vera alveg rosalega hreinsandi og huggulegt.
Það sem bætist spennandi við í dag er að líkamslögun ætlar að gefa okkur 5 tíma og það finnst mér ógó spennandi...það á sumsé að jafna og fletja út á manni bollurnar! nei nei segi bara svona:) en þetta tæki örvar sogæðakerfið sem hefur allt með hreinsunina að gera þ.e losa umframvökva úr húðinni ásamt fleiru. Þannig að ég fer í fyrsta tímann kl 6 í dag og hlakka mikið til.
hef þetta stutt í bili en blogga smá á morgun til að leyfa ykkur að heyra hvernig fór með hreinsunardrykkinn, LPG-ið (líkamslögunin) og hvernig 1. dagurinn í detox var.
bbíb
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.