31.5.2011 | 12:02
5 vika runnin upp?
Tíminn flýgur sem aldrei fyrr, við erum strax komnar á 5 viku og ég er öll að styrkjast og farin tæp 4 kg.
Hérna er smá ca uppskrift að deginum mínum:
7:15 á fætur og fæ mér 1 msk hörfræolíu með 1/2 glasi floridana morgunsafa eða vatnsglasi.
um 9 geri ég prótín boost ( ég er ein af þeim sem get ekki borðar fyrr en ég er orðin svöng, vakna mjög sjaldan svöng)
1 banani
1 kúfuð skeið mysuprótín og 1 skeið lesitín
frosin bláber og frosin jarðarber
og glas af floridana morgunsafa.
áður en ég fæ mér boost þá tek ég öll vítaminin mín með vatnsglasi, þau eru:
EVE fjölvítamin fyrir konur. -NOW
Vitamin D-3 - NOW
Chromium Picolinate -NOW
CoQ10 -NOW
Sterkur B-Complex - NOW
og svo tek ég sterkt C vítamin og eina kalktöflu.. - LÝSI
Í hádegismat fær ég mér gjarnan Tofu sem ég léttsteiki í jepjuolíu, grænmeti ( avokado er æði) eða salat og gjarnan bankabygg eða kinoa grjón með.
í kaffinu t.d í gær fékk ég mér 2 hrökkbrauð með geitaosti og te.
Í kvöldmat fékk ég mér smá kjúkling með kinoa, kókossósu og grænmeti.
í millibita fékk ég mér smá gulrót og te.
Ég fór svo með strákana mína í bíó um kvöldið og fékk mér einn lítinn popp (ekki það besta) en ekkert að drekka.
eftir kvölmatinn tók ég einn hring í kringum fossvogsdalinn á hjóli og eftir að ég kom heim úr bíó tók ég þó nokkrar góðar æfingar fyrir maga, hendur og læri.
Í næstu viku harðnar róðurinn enn frekar þar sem við tökum safa detox.
eigið góðan dag
kv Ásta Svavars.
Athugasemdir
5 vika runnin upp?
Tíminn flýgur sem aldrei fyrr, við erum strax komnar á 5 viku og ég er öll að styrkjast og farin tæp 4 kg.
Hérna er smá ca uppskrift að deginum mínum:
7:15 á fætur og fæ mér 1 msk hörfræolíu með 1/2 glasi floridana morgunsafa eða vatnsglasi.
um 9 geri ég prótín boost ( ég er ein af þeim sem get ekki borðar fyrr en ég er orðin svöng, vakna mjög sjaldan svöng)
1 banani
1 kúfuð skeið mysuprótín og 1 skeið lesitín
frosin bláber og frosin jarðarber
og glas af floridana morgunsafa.
áður en ég fæ mér boost þá tek ég öll vítaminin mín með vatnsglasi, þau eru:
EVE fjölvítamin fyrir konur. -NOW
Vitamin D-3 - NOW
Chromium Picolinate -NOW
CoQ10 -NOW
Sterkur B-Complex - NOW
og svo tek ég sterkt C vítamin og eina kalktöflu.. - LÝSI
Í hádegismat fær ég mér gjarnan Tofu sem ég léttsteiki í jepjuolíu, grænmeti ( avokado er æði) eða salat og gjarnan bankabygg eða kinoa grjón með.
í kaffinu t.d í gær fékk ég mér 2 hrökkbrauð með geitaosti og te.
Í kvöldmat fékk ég mér smá kjúkling með kinoa, kókossósu og grænmeti.
í millibita fékk ég mér smá gulrót og te.
Ég fór svo með strákana mína í bíó um kvöldið og fékk mér einn lítinn popp (ekki það besta) en ekkert að drekka.
eftir kvölmatinn tók ég einn hring í kringum fossvogsdalinn á hjóli og eftir að ég kom heim úr bíó tók ég þó nokkrar góðar æfingar fyrir maga, hendur og læri.
Í næstu viku harðnar róðurinn enn frekar þar sem við tökum safa detox.
eigið góðan dag
kv Ásta Svavars.
Anna (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 21:16
Mikið er gaman að fylgjast með góðum árangri þínum og ykkar átakskvenna
Hins vegar langar mig að benda þér aðeins á nokkur atriði varðandi það að taka vitamínin öll svona saman.
Vitamin c og króm á alls ekki að taka saman það virðist vera krabbameinstengsl þar á milli, getur lesið um það t.d. hér og víðar http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0009279705004333#SECX8
Slepptu króminu og taktu B og C saman í öðrum skammti.
Einnig er ekki rétt að taka C vitamín með kalki þar sem það dregur úr frásogi kalks, hins vegar er rétt að taka kalk og D víta mín saman þar sem það ýtir undir virkni hvors annars.
Tinna (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 22:35
Glæsilegt hjá þér Ásta, gangi þér áfram vel
Berglind ómars (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 15:36
Langar bara að svara þessari hérna fyrir ofan... þetta er hin mesta vitleysa með C vítamín, ekki trúa öllu sem þú lest!.. getur aflað þér upplýsinga hjá krabbameinssérfræðingi á landspítalanum ef þú kærir þig um að fá staðfestingu á því. Það er ekkert meira óþolandi þegar maður er að fara í gegnum lyfjameðferðir eða ná sér á eftir slíkt en fólk sem þykist vita hvað það er sem veldur krabbameini eða getur valdið krabbameini.Ef það ætti að trúa öllum þessum blessuðu gróusögum þá væri ég hugsanlega vannærð og komin í gröfina.
En glæsilegt framtak hjá þér og gangi þér sem allra best í þessu Ásta :)
Krabbameinssjúklingur (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 16:51
Ágæti krabbameinssjúklingur gangi þér vel í bata þínum, eflaust er óþolandi fólkið sem upplýsir þig um krabbamein velviljað og ekki að beina neinu persónulega gegn þér.
En hvaða vitleysu fer ég með nákvæmlega varðandi C-vítamín?
Það er nauðsynlegt og gagnlegt vítamín en tekið með krómi kemur fram virkni sem er neikvæð og getur komið af stað krabbameini. Það hefur komið fram í rannsóknum; ritrýndum, vel unnum vísindarannsóknum. Lestu þær endilega og bentu krabbameinssérfræðingi þínum á þær líka ef svo ólíklega vill til að hann hafi ekki kynnt sér þær.
Ég myndi allavega ekki taka sénsinn og finnst sjálfsagt að benda öðrum á þetta líka með því að til dæmis setja inn link á rannsókn.
Endilega sendu mér tengil á gilda rannsókn sem sýnir hið gagnstæða og að fullkomlega óhætt sé að taka saman c-vítamín og króm.
Tinna (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.