Færsluflokkur: Bloggar
6.5.2011 | 16:45
5 dagur af 70.
Ég skráði mig í þetta átak til reyna að koma línunum í örlítið betra horf og jú svo sem að taka mataræðið í gegn....er þó ekki mikið í neinni óhollustu en finnst matur bara aðeins of góður. Svo að þetta var kjörið tækifæri til að borða mig granna með leiðsögn.
Ég hélt auðvitað að ég myndi sakna alls "jukksins" en núna er 5 dagurinn bráðum að enda kominn og svei mér þá ef eins og einn baggi hefur ekki sagt sig úr vistinni og megi hann aldrei koma aftur
þetta gengur bara svona glimrandi vel...kom þó á óvart!!
Á mánudaginn byrjaði ég morguninn á því að fá mér huggulegt te í staðinn fyrir kaffisopann nauðsynlega, og viti menn...ég bara þarf ekkert kaffi!! þannig að mér fannst nú ekki mikið mál að sleppa sykri, hvítu hveiti, mjólkurvörum, sælgæti og bara nánast öllum nónó mat.
Þetta eru heilmiklar breytingar í einum kroppi og ég finn að meltingin er auðveldari en get þó ekki sagt að ég finni mikið meira fyrir breytingum en þetta er jú bara dagur 5.
kv Ásta Svavars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)