Lokamyndatakan:)

Það er eiginlega alveg undarlegt hvað maður getur látið hluti fara með sig, ein myndartaka!! hvað er það? en jú það er nefnilega heilmikið mál að fara í svona myndatöku, þ.e. á bikiní, ég tók kannski ekki alveg svitakastið á það en kvíðahnúturinn var til staðar. Marta María hóaði í okkur og okkur var boðið í Selenu þar sem okkur voru gefin glæsileg AUDELLE bikini, takk æðislega fyrir það. Ég fékk mér fjólublá glansandi...þau eru æði:) Eftir það fórum við upp í Moggahús og þar í förðun hjá Mac dömu (takk kærlega fyrir það). En það kom babb í bátinn þegar ég mætti inn til Golla...ég er nefnilega nýkomin að utan þar sem ég var í öðru bikiníi og þessi tvenn bikini áttu engan veginn saman. Ég var sumsé með hvítar rendur allstaðar meðfram nýja bikiníinu þar sem stærðirnar fóru á mis svo að ég gat því miður ekki látið mynda mig í nýja bikiniinu sem er algjör synd því ég hefði sko viljað skarta því og svo virðist ég hafa verið aðeins of gráðug því að buxurnar eru eiginlega einu númeri of stórar. Jæja þá var ekkert annað að gera en skella mér í gömlu bikiniin og skella voninni í myndavélina hjá Golla... Golli kann sitt fag og þá er bara að vona að maður líti almennilega út á nýrri myndunum. Ég hef misst hátt í 8 kíló á þessari ferð og ég ætla að gera betur, ég fór auðvitað í þetta með þau markmið að missa einhver kíló og líða vel á líkama og sál.......það tókst svo sannarlega svo að í dag er fyrst dagurinn í restinni af ævinni minni og það sér enginn um kroppinn minn nema ég og ég ætla að hugsa vel um hann og bókin hennar Þorbjargar mun verða áfram á náttborðinu mínu um ókomin ár:)
Við klárum þetta formlega í næstu viku svo að þá kemur eitt ofurlítið blogg í viðbót.
Eigið holla og góða helgi.
kv Ásta Svavars.

Lokablogg frá Chicago:)

Þá er þessum 10 vikum lokið og ég sit hérna á hóteli í Chicago borg í örugglega 100 % raka og um 30 stiga hita....yndislegt:)

það er ekkert mál að lifa hollustu lífi í stórborg og vera á hóteli, jújú ég er svosem búin að fá mér ostafranskar og bjór en að flestu leiti hef ég haldið mig við hollan mat, mikla vatnsdrykkju og vítaminin mín.  Við erum búnar að ganga mikið og dansa og ég lít á það sem mína líkamsrækt þar sem við höfum ekki aðgang að stöð.  Við stöllur fórum meira að segja út að jogga en ég get ekki mælt með því að gera það í 30+ stiga hita og miklum raka.  Hérna eru djúsbarir út um allt og ferskir smoothies og hérna fæ ég mér stóra dollu af blönduðum ferskum ávöxtum bara út í Walgreens. Við erum hérna á 3 hæð á hóteli og ekki hvarflar að mér að taka lyftuna.

Þegar ég horfi til baka þá eru þessar 10 vikur búnar að vera ótrúlega fljótar að líða og mér er búið að liða alveg stórkostlega vel, já ég ætla að halda áfram að lifa hollustu lífi og taka af mér síðustu 5 sem eftir sitja. 

Ég lít á það sem algjöra himnasendingu að hafa séð auglýsingu Þorbjargar á mbl.is því að annars hefði líf mitt tekið þessa rosalega u beygju. 

Svo fá allir sem hafa stutt mig og verið góð að gefa okkur allar þessar gjafir alveg yndisþakkir fyrir.

Það sem eftir situr er vellíðan, orka sem aldrei fyrr og auðvitað segir vigtin mér mikið huggulegri tölu en áður fyrr þó að ég geti nú ekki sagt nákvæma tölu þar sem ég hef ekki stigið á vigt síðan ég kom hingað út.

Takk kærlega fyrir lesturinn þið sem hafið lesið pistlana mína.

kv frá Chicago

Ásta Svavars.


Í sól og sumaryl:)

Já yndislegt þegar sólin er farin að skína svona huggulega á okkur, einhvernveginn er allt í meiri ljóma þegar sólin skín og fuglarnir syngja og það gerir það líka að verkum að mataræðið breytist og verður léttara. Meira af ávöxtum, salati og köldum léttum réttum...ekki færi ég t.d að skella í þungann og flottan pottrétt eða ljúfa brauðsúpu (sem n.b er ekki á matseðlinum hvort eð er hjá mér á meðan þessum 10 vikum stendur) en ég er með yndisleg 5 kríli sem eru ekki alveg á sama fæði og ég en ég hef alveg hætt að nota hvít grjón, hvítt pasta og fleira fyrir litlun mín svo að það eru allir ánægðir:)

Það gengur samt ekki alveg að koma fjölskyldunni minn í sama farveg og minn því að íhaldsemin er of sterk..en að sjálfsögðu ef ég hef eldað stóra máltíð fyrir mig þá verða allir að borða líka en þegar ég býð fólkinu mínu grænbrúnan shake í morgun sárið þá fæ ég lítil viðbrögð.

Í síðustu viku fórum við aðeins inná við með hugleiðslu, "réttum" hugsunum, losa okkur við slæmar hugsanir og finna okkar innri ró. Ég er reyndar þessi félagslynda týpa, því fleiri þvi betra og ég hef bara held ég aldrei haft þörf fyrir að vera ein með sjálfri mér (já já of leiðinleg til að vera ein með sjálfri mér hehe) ....svo að ég notaði tímann á hlaupabrettinu til að kafa aðeins í hugsanir mínar og hugsa minn gang. Ég þykist reyndar líka ekki vera stressuð manneskja en axlirnar sögðu annað áður en ég byrjaði á þessum 10 vikum og ég hef ekki fundið fyrir höfuðverk né verkjum í öxlum í margar vikur. Sjálfsagt eru nokkrir hlutir sem spila þar inní en þar sem ég hef ekkert breytt mínu lífi þá er þetta að sjálfögðu hreyfing og rétt mataræði sem ég get þakkað fyrir það. Svo hef hin góðu svefngen pabba míns og hef aldei átt erfitt með að sofna, ég leggst niður og ég sofna og ef ég er ekki sofnuð eftir 5 mín þá fer ég að hafa áhyggjur af svefnleysi....lengra nær það svo sem ekkiSmile

Í þessari viku ætlum við virkilega að hugsa um hvaða bætiefni og matur gera okkur að því sem við erum og stuðla að betra, lengra og heibrigðara lífi, og það er eitthvað sem er svo sannarlega vert að spá verulega vel í.

Næst þegar ég skelli inn pistli hérna þá verð ég stödd í húsmæðraorlofsferð með 3 yndislegum vinkonum mínum. Við ætlum sumsé til USA að flatmaga, versla og hafa það yndislegt í 2 vikur. Svo er bara að sjá hvaða hollustu er boðið uppá í Chicago - þeirri æðislegu borg-

Þar til næst frá Chicago, hafið það gott og hollt.

kv Ásta Svavars.


Síðasta vika.

Já síðasta vika var mjög spennandi á margan hátt:)
Á miðvikudeginum fór ég í Líkamsmótun þar sem ég var pressuð,sogin og straujuð fram og til baka, það var alveg dámsamlegt þrátt fyrir að vera smá vont á "slæmum" svæðum og núna þegar ég skrifa þetta er ég búin að fara í 2 tíma og veit ekki einu sinni hvort það sé raunhæft en ég held svei mér þá að ég sjái mun á lærunum. Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig fer í framhaldinu. Hlakka óskaplega til að fara í fleiri tíma.
Svo drakk ég sumsé drykkinn ógurlega á fimmtudagsmorgni og óboj sá reyndist aldeilis hreinsandi, Ég átti pínu erfitt með að kyngja þessum volga olíublandaða vökva en það hafðist. Ég ráðlegg fólki að fara ekki í vinnu sama dag og það innbyrgðir eitthvað slíkt og svo er líka gott ráð að vera búin að fjárfesta í mjúkum pappír með fyrirvara (þessi vélritunarpappír sem ég átti var ekki góður!) Með þessu drakk ég safana góðu frá Manni lifandi og hreinsiþeyting úr bókinni hennar Þorbjargar bls 178. Allt rann þetta ljúflega niður og mér leið stórvel þrátt fyrir að setan næði varla að kólna á milli notkunar:) Á föstudeginum fór ég til Vestmannaeyja til að sjá restina af pæjumóti sem dóttir mín var á og ég bara skellti djúsunum og þeytingnum í kælibrúsa og tók með mér en játa auðvitað að það var voða gott að fá fasta fæðu í magann á laugardagsmorgninum. Ég held að 3 dagar séu alveg í það mesta en ég verð betur undirbúin í næstu viku þegar ég tek aðra 3 detox daga.

Ég er dálítið hvatvís og fljótfær manneskja og ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef sagt við sjálfa mig..ó mæ god hvað er ég nú búin að koma mér út í! svo þegar ég var valin í þennan hóp þá kom þessi hugsun upp í mér, ég vissi ekki alveg um hvað þetta snérist annað en í þessu fælist "út með slæma og inn með góða" En rosalega er ég glöð að hafa gert það og ég get ekki sagt ykkur hversu rosalegan mun ég finn á líkamanum, og ég er ekki bara að tala um þyngdartap heldur líka í maganum...mér líður svo vel í maganum, átti mjög gjarnan til að fá skyndilega ristilkrampa, þyngsli, uppþembu og fleira en þessir kvillar eru farnir og ég er svo dásamlega glöð með það. Húðin er líka eitt, hún var farin að þorna aðeins og ég bara tengdi það við aldur en nei það er greinilega mataræðið sem stjórnar því líka. Ég veit auðvitað að við nærum frumurnar innanfrá, það er ekki nóg að nota vel af bjútíkremum útvortis ef inntakan er ekki góð og réttar olíur eru klárlega málið.
Staðreyndin er mjög einföld...við erum það sem við borðum og það er engin spurning hjá mér, þessi breyting er til frambúðar...hvernig gæti hún ekki verið það þegar ég hef verið báðum megin vogarskálarinnar og holla hliðin sigrar með yfirburðum.

Eigið gleðilega og holla hvítasunnuhelgi:)

kv Ásta Svavars.


Rúmlega hálfnaðar:-)

Já mér finnst ótrúlegt að við séum rúmlega hálfnaðar með þetta prógramm og í dag byrjum við á 3ja daga safakúr (detox) Maður lifandi ætlar að gefa okkur safa x4 á hverjum degi þessa 3 daga og svo verður annað eins í næstu viku. Þau í manni lifandi eru búin að vera ótrúlega góð við okkur enda frábært fólk þar og yndislegur matur og drykkir, ég smakkaði fyrsta skammtinn í dag og vá hvað þeir voru góðir:)
Í morgun áttum við að byrja á hreinsunar-sjokki sem samanstendur af volgu vatni, epsom salti, ólivuolíu og sítrónusafa. Ég var ekki búin að verða mér út um epsom saltið svo að ég byrja þessa hreinsun á morgun.....á að vera alveg rosalega hreinsandi og huggulegt.
Það sem bætist spennandi við í dag er að líkamslögun ætlar að gefa okkur 5 tíma og það finnst mér ógó spennandi...það á sumsé að jafna og fletja út á manni bollurnar! nei nei segi bara svona:) en þetta tæki örvar sogæðakerfið sem hefur allt með hreinsunina að gera þ.e losa umframvökva úr húðinni ásamt fleiru. Þannig að ég fer í fyrsta tímann kl 6 í dag og hlakka mikið til.

hef þetta stutt í bili en blogga smá á morgun til að leyfa ykkur að heyra hvernig fór með hreinsunardrykkinn, LPG-ið (líkamslögunin) og hvernig 1. dagurinn í detox var.
bbíb


5 vika runnin upp?

Tíminn flýgur sem aldrei fyrr, við erum strax komnar á 5 viku og ég er öll að styrkjast og farin tæp 4 kg.

Hérna er smá ca uppskrift að deginum mínum:

7:15 á fætur og fæ mér 1 msk hörfræolíu með 1/2 glasi floridana morgunsafa eða vatnsglasi.

um 9 geri ég prótín boost ( ég er ein af þeim sem get ekki borðar fyrr en ég er orðin svöng, vakna mjög sjaldan svöng)

1 banani

1 kúfuð skeið mysuprótín og 1 skeið lesitín

frosin bláber og frosin jarðarber

og glas af floridana morgunsafa.

áður en ég fæ mér boost þá tek ég öll vítaminin mín með vatnsglasi, þau eru:

EVE fjölvítamin fyrir konur. -NOW

Vitamin D-3 - NOW

Chromium Picolinate -NOW

CoQ10 -NOW

Sterkur B-Complex - NOW

og svo tek ég sterkt C vítamin og eina kalktöflu.. - LÝSI

Í hádegismat fær ég mér gjarnan Tofu sem ég léttsteiki í jepjuolíu, grænmeti ( avokado er æði) eða salat og gjarnan bankabygg eða kinoa grjón með.

í kaffinu t.d í gær fékk ég mér 2 hrökkbrauð með geitaosti og te.

Í kvöldmat fékk ég mér smá kjúkling með kinoa, kókossósu og grænmeti.

í millibita fékk ég mér smá gulrót og te.

Ég fór svo með strákana mína í bíó um kvöldið og fékk mér einn lítinn popp (ekki það besta) en ekkert að drekka.

eftir kvölmatinn tók ég einn hring í kringum fossvogsdalinn á hjóli og eftir að ég kom heim úr bíó tók ég þó nokkrar góðar æfingar fyrir maga, hendur og læri.

Í næstu viku harðnar róðurinn enn frekar þar sem við tökum safa detox.

eigið góðan dagGrin

kv Ásta Svavars.


4 vika runnin upp!

Þá er 4 vika runnin upp og í þessari vku ætla ég að finna út hvaða líkamsrækt hentar mér best.

Ég er búin að fara í 3 tíma í bikini ákoruninni og ég verð bara að segja að það finnst mér alveg einstaklega óspennandi, brennslu tímar með lóðum og spinning. Í bókinni hennar Þorbjargar talar hún um að við skiptumst í 3 týpur, þ.e. öra týpan, hæga týpan og jójó týpan...vandamálið er að mér finnst ég tilheyra öllum grúbbum að einhverju leiti svo að ég verð að halda áfram að finna hvað mér hentar best.Mér finnst reyndar rosalega gott að fara á hlaupabrettið og stigvélarnar (þessar með sjónvarpsskjá fyrir framan mig) því þar get ég bæði horft á eitthvað til að stytta mér stundir og verið með mína eigin tónlist ...voila áður en ég veit af er ég búin að hlaupa/labba í klukkutíma, en það er auðvitað ekki nóg ég verð að taka á líka svo að ég ætla að sjá hvað gerist með þessa bikiní tíma mína. Ég á líka eftir að prófa jóga tíma, pilates og fleira svo er Zumba líka alveg frábært.

Ég borða hollan mat, vítamín og bætiefni sem aldrei fyrr en svindlaði samt ofurlítið á kroppnum um helgina.. fékk mér smá kartöflur og hvítt hveiti en kroppurinn er búinn að fyrirgefa mér og við höldum ótrauð áfram, vigtin fer rólega niður á við og mér líður rosalega vel á líkama og sál.

eigið hollan og góðan dag.

kv Ásta Svavars.


Bikiniáskorun!! 15 dagur af 70:)

Já þá er komið að því....nú þarf ég að taka á honum stóra mínum, næstu 6 vikurnar ætla ég að rækta mig sem aldrei fyrr því að ég skráði mig í bikiniáskorun Hreyfingar. Undir öðrum kringumstæðum væri ég jafnvel pínulítið smeyk við þetta en núna hlakka ég bara til því að krafturinn og orkar er sem aldrei fyrr. Ég hef svo sem skellt mér í átak eða tvö einhverntímann á síðustu öld en þá fór ég og spriklaði og hamaðist en sá reyndar aldrei neinn árangur, en núna er öldin önnur og þar sem ég er búin að vera í hollustunni í 2 vikur og veit hvað kroppnum líður vel þá flokkast þetta bara undir...Eg vil ég get ég skal!!! Áður var ekki mikil hugsun um að breyta mataræðinu samfara æfingum en ég þekki svo mörg dæmi þess að fólk er að hamast í ræktinni en fer svo heim og skellir í sig einum borgara og kók...og svo er sturtað í sig nokkrum lítrum að bjór á helgum! jújú fólk er kannski í "fínu formi" en gengur illa að grennast og skilur bara ekkert í því, auðvitað er þarna svakalega stórt samasem merki á milli hreyfingarinnar og mataræðis. Ég ætla sumsé að taka þetta mjög alvarlega og gera mitt besta til að vera bikinihæf í sumar (já Andrea mín ég skal kaupa mér ný bikini fyrir næstu myndatöku)
Mér líður svo vel og þar er bara að þakka hollu mataræði,bætiefnum og hreyfingu, ég byrjuð að vera voða dugleg líka að gera heimaæfingarnar hennar Önnu Eiríks og ég finn hvernig ég styrkist með hverjum deginum, ég sé jafnvel fram á vöðvabólgu lausa daga í nánust framtíð:-)

Eigið yndislegan dag...ég er farin út í sólina:)
kv Ásta Svavars.


Allt að gerast!

Já mér finnst það alveg dásamlegt að þá þegar er farið um eitt og hálft kíló og það eina sem ég hef gert er að borða ofurhollan mat....það er næstum því svindl...það er kannski ekki alveg sannleikur því að ég skottaðist 2 sinnum í ræktina og skellti mér aðeins á hlaupabrettið:-)
Sakna ég einhvers? NEI!!
Eins og ég hef sagt þá hef ég kannski ekki beinlínis verið í óhollustunni en tilhugsunin um hvað kroppnum líður vel fyllir mig vellíðan.
Við hjónin eignuðumst okkar fjórða barn fyrir rúmum 3 árum og mig langaði að vera aðeins heima með litla grjóninu svo að ég gerðist dagmóðir og í haust eru komin 3 ár síðan það var. Þegar maður er svona heima þá er óneitanlega mikið handhægara að ná sér í ofurlítinn aukabita og svo þarf ég auðvitað alltaf að smakka matinn aðeins til o.s.frv......baggarnir eru ekki lengi að hlaðast utan á mann og plús það að hreyfing er í lágmarki, við erum jú það sem við borðum og þó að ég viti uppá mig sökina með hreyfingarleysið þá hrökk hugsunin ein skammt.
Mín helsta ósk er að sjálfsögðu að það kvikni óstjórnleg löngun til að gera þetta að lífsstíl...svo að ég vitni aðeins í Þorbjörgu (bls 75 í 10 árum yngri á 10 vikum) þar segir hún að það liggi við að hún öfundi fólk sem á þá upplifun eftir að finna sig í líkamsræktinni. Ég vil verða þar...að vakna fersk og fara út að hlaupa, tilhugsunin ein er dásamleg og þar sem ég bý á besta stað í bænum með sitthvorn dalinn sitthvorumegin við húsið þá ættu nú að vera hæg heimatökin, já og svona í lokin þá ætla ég að leyfa mér að taka þá fleygu setningu í munn....minn tími mun koma:)

Eigið hollan og góðan dag.
Ásta Svavars.


ÁTSJ!!!

Jæts það er harkalegt að sjá sjálfan sig svona á bikiníinuBlush

Kannski ég sé bara búin að vera í meiri blekkingum en ég gerði mér grein fyrir ehemmm

ég játa alveg að ég ligg ekki í speglinum að dást að línunum hahaha svo að jú þetta er ágætis spark í rassinn.......hvetjandi..ÓJÁ.

Þetta er nú bara fyrsta vikan en þetta mun breytast fljótt, ég er bjartsýn og léttlynd að eðlisfari svo að ég tek þessari áskorun bara með gleði og hlakka til að smakka speltbollurnar með ólivum og tómötum sem ilma úr ofninum hjá mér......bakaði þó sjónvarpsköku fyrir restina af fjölskyldunni en snerti hana að sjálfsögðu ekki.

Eigði yndislega helgi:)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband